Finndu þinn lífskraft:
Lífskraftur
Snjódrífurnar standa að baki góðgerðarfélaginu Lífskraftur en markmiðið er að safna fyrir krabbameinstengdum verkefnum og hvetja til útvistar. Lífskraftsdagurinn verður haldinn þann 28.september við Helgafell í Hafnarfirði í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ, 66°Norður og Krabbameinsfélagið. Markmiðið með deginum er að sýna samstöðu gegn krabbameinum ásamt því að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu meðan á veikindum stendur og/eða eftir veikindi. Snjódrífurnar munu leiða gönguleið, hlaupaleið og hjólaleið og munu allir hóparnir leggja af stað kl. 10:30 við bílastæðið við Helgafell. Gestir og gangandi eru hvattir til að taka þátt og finna sinn lífskraft.
Bleika Lífsskraftspeysan verður til sölu meðan á viðburðinum stendur en hún er framleidd af 66°Norður. Allur ágóði af sölunni rennur til forvarnarverkefna á vegum Krabbameinsfélagsins á leghálskrabbameini. Hér er hlekkur á viðburðinn á FB
Hægt er að styðja við átakið með því að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.