Finndu þinn lífskraft:
Lífskraftur
Snjódrífurnar standa að baki góðgerðarfélaginu Lífskraftur en markmiðið er að safna fyrir krabbameinstengdum verkefnum og hvetja til útvistar.
Saman getum við útrýmt leghálskrabbameini á Íslandi!
Lífskraftur hefur hrundið af stað átaki sem miðar að því að útrýma leghálskrabbameini á Íslandi í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands og 66°Norður
Ísland getur orðið fyrsta land í heimi að útrýma sjúkdómnum. og Leghálskrabbamein er enn orsök dauðsfalla meðal íslenskra kvenna, þrátt fyrir að með skimun og bólusetningu sé raunhæft að koma í veg fyrir nánast öll tilfelli sjúkdómsins. Árlega greinast um 20 konur og 3-5 konur deyja úr sjúkdómnum. Með markvissu átaki sem nær til þeirra sem ekki hafa fengið bólusetningu og með aukinni vitundarvakningu er hægt að taka afgerandi skref í þá átt að tryggja að engin kona þurfi að deyja úr leghálskrabbameini.
Markmið átaksins
● Safna fyrir bóluefnum fyrir þá árganga sem enn eru óbólusettir, konur á aldrinum 25-37 ára, og stuðla að því að allar konur fái vörn.
● Auka vitund og hvetja konur til reglulegrar skimunar, fara í bólusetningu og að hlúa að eigin heilsu.
● Sameina krafta samfélagsins – heilbrigðisyfirvöld, félagasamtök og almenning – í sameiginlegri baráttu sem varðar líf og heilsu kvenna á Íslandi.
Leggöngur um land allt – 4. október
Hápunktur átaksins verður Leggangan, sem fer fram 4. október 2025. Þá leiða Snjódrífur yfir hundrað konur í göngu að fjallinu Kerlingu í Kerlingafjöllum. Konur og karlar um land allt eru hvött til að ganga sínar eigin Leggöngur sama dag og þannig sýna samstöðu í baráttunni.
Þann 3.–5. október 2025 verður haldin einstök Lífskraftshelgi í Kerlingafjöllum, þar sem hápunkturinn er Legganga sem er leidd af Snjódrífunum. Markmiðið með Leggöngunni er að taka stór, sameiginleg skref í baráttunni gegn leghálskrabbameini – með valdeflingu, vitundarvakningu og nærandi tengingu við náttúruna og aðrar konur.
Fyrir hverja er Lífskraftshelgin? Fyrir þig – sem vilt næra þig í náttúrunni, styrkja líkamann, hlúa að sálinni og styðja við mikilvægt málefni. Hvort sem þú kemur ein eða með vinkonu, þá verður þú hluti af mögnuðum hópi Lífskraftskvenna sem standa saman í að styðja við málefni sem öllum konum er kært. Þátttakendur gista í Kerlingarfjöll Highland Base í tvær nætur og taka þátt í Leggöngu á laugardeginum 4. október. Leggangan er í samstarfi við Bláa lónið og 66°Norður.
Hér getur þú skráð þig í Lífskraftshelgina í Kerlingafjöllum: Highland Base at Kerlingarfjöll
Frekari upplýsingar varðandi Lífskraftshelgina:
Hvernig er hægt að styðja við átakið?
Taka þátt í eða skipuleggja Leggöngu þann 4. október.
Kaupa bleiku Lífskraftstöskuna, sem framleidd er af 66°Norður – fáanlega í vefverslun 66°Norður. Allur ágóði rennur í söfnunina.
Mæta í reglulega skimum og bólusetningu þegar þú færð boð!
Hægt er að styðja við átakið beint með fjárframlögum: 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.