Finndu þinn lífskraft:

Lífskraftur

Snjódrífurnar standa að baki góðgerðarfélaginu Lífskraftur en markmiðið er að safna fyrir krabbameinstengdum verkefnum og hvetja til útvistar. Lífskraftsdagurinn verður haldinn þann 28.september við Helgafell í Hafnarfirði í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ, 66°Norður og Krabbameinsfélagið. Markmiðið með deginum er að sýna samstöðu gegn krabbameinum ásamt því að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu meðan á veikindum stendur og/eða eftir veikindi. Snjódrífurnar munu leiða gönguleið, hlaupaleið og hjólaleið og munu allir hóparnir leggja af stað kl. 10:30 við bílastæðið við Helgafell. Gestir og gangandi eru hvattir til að taka þátt og finna sinn lífskraft. 

Bleika Lífsskraftspeysan verður til sölu meðan á viðburðinum stendur en hún er framleidd af 66°Norður. Allur ágóði af sölunni rennur til forvarnarverkefna á vegum Krabbameinsfélagsins á leghálskrabbameini. Hér er hlekkur á viðburðinn á FB

Hægt er að styðja við átakið með því að leggja inn á reikn­ing 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR app­inu í síma 789 4010.

 
 
 
 

Sirrý

Sirrý stofnaði Lífskraft ásamt Snjódrífunum til að fagna þeim tímamótum að hafa sigrast á krabbameini en hún greindist með leg­hálskrabba­mein 2010 og aft­ur 2015. Sirrý hefur fundið sinn lífskraft á fjöllum og vil hvetja fólk um land allt til að fara út að ganga og upplifa orkuna frá náttúrunni sem hún telur vera heilandi. Lífskraftur heldur úti síðunni Lífskraftur og Minn lífskraftur á Facebook.

 
 

Lífskraftsgöngur Snjódrífa

Snjódrífurnar hafa staðið fyrir Lífskraftsgöngum til að safna áheitum fyrir krabbameinstengd verkefni, stuðla að vitundarvakiningu og að hvetja fólk til útivistar. Að ganga upp á fjall og berjast við krabbamein eru ólíkar áskoranir, en hvort tveggja eru leiðangrar  sem eiga það sameiginlegt að til þess að sigrast á þeim þarf að taka eitt skref í einu. Með göngunni yfir Vatnajökul og upp á hæsta tind landsins vildi Sirrý sýna á táknrænan hátt að hægt er að leysa úr erfiðum verkefnum ef hlúð er vel að huga og líkama og tekið er eitt skref í einu. Snjódrífur vilja hvetja fólk að fara í sínar eigin lífskraftsgöngur. Snjódrífurnar þveruðu Vatnajökul frá vestir til austurs um 160 km leið til styrktar Lífskrafti árið 2020. Árið 2021 gengu Snjódrífurnar í krafti 126 kvenna upp á hæsta tind landsins Hvannadalshnjúk, eða Kvennadalshnjúk eins og hann var kallaður í þeim leiðangri. Árið 2022 vor Lífskraftsgöngur smærri í sniðum víða um land, meðal annars á Akrafjall, Súlur og Sjónfríð á Glámuhálendi. Árið 2023 gengu Snjódrífur ásamt 130 konum upp á Brennisteinsöldu á hálendinu í svokallaðri Leggöngu og stóðu fyrir sölu á Leggöngupeysum til styrktar átakinu. Snjódrífurnar skipa auk Sirrýar; Vil­borg­ Arna Gissurardóttir og Bryn­hild­ar Ólafsdóttir, Anna Sig­ríður Arn­ar­dótt­ir, Birna Braga­dótt­ir, Heiða Birg­is­dótt­ir, Anna Kristín Kristjánsdóttir, Bára Mjöll Þórðardóttir, Hulda Bjarnadóttir, Hólm­fríður Vala Svavars­dótt­ir, Hulda Hjálm­ars­dótt­ir, Kar­en Kjart­ans­dótt­ir, Soffía S. Sig­ur­geirs­dótt­ir og Þórey Vil­hjálms­dótt­ir Proppé.

 
 

Minn lífskraftur

Snjódrífur hvetja konur og karla um land allt til að ganga og taka þátt í Lífskraftsgöngu í sinni heimabyggð og finna sinn eigin lífskraft. Segðu okkur hvar þú finnur þinn lífskraft á Minn lífskraftur á Facebook. https://www.facebook.com/groups/minnlifskraftur/

 
 

Lífskraftsdagurinn - 2024

Snjódrífurnar munu leiða gönguleið, hlaupaleið og hjólaleið og munu allir hóparnir leggja af stað kl. 10:30 við bílastæðið við Helgafell. Gestir og gangandi eru hvattir til að taka þátt og finna sinn lífskraft. Hér er hlekkur á viðburðinn á FB

 
 

Bleika Lífskraftspeysan!

Allur ágóði af sölunni á bleiku Lífskraftspeysunni rennur til forvarnarverkefna á vegum Krabbameinsfélagsins. Lífsskraftspeysan verður til sölu á Lífskraftsdeginum. Einnig er hægt að kaupa peysuna á þessum greiðsluhlekk:
https://securepay.borgun.is/SecurePay/Ticket.aspx?ticket=34n5LGMNA
Peysan kostar 16 þús. krónur og munið að setja inn í skýringu hvaða stærð þið viljið og senda kvittun á lifskraftur2020@gmail.com. Þið getið nálgast peysuna í verslun 66N í Miðhrauni. Ef þið eruð í vafa með stærðina er auðvelt að máta í Miðhrauni og ganga frá millifærslunni á staðnum. 66°Norður býður þeim sem styðja við átakið 20% afslátt af vörum í Miðhrauni út október.

Hægt er að styðja við átakið með því að leggja inn á reikn­ing 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR app­inu í síma 789 4010.

#Lífskraftur #Snjódrífur #66north

 
 
Untitled-3.jpg

Eliza Reid forsetafrú Íslands

Ég hvet allar konur til þess að ganga í krafti kvenna um land allt, finna sinn eigin lífskraft uppi á fjöllum eða meðfram sjónum og alls staðar þar á milli! Við þekkjum flest eða öll einhvern sem glímt hefur við krabbamein og vitum hversu brýnt það er að njóta samstöðu og samkenndar. Ég er stolt af því að styðja við þetta verkefni og hvet alla, sem á því hafa tök, að gera það líka.

 

 

Bakhjarlar Lífskrafts


Það er gríðarlega mikilvægt að fá stuðning frá öflugum bakhjörlum í svona stóru verkefni eins og Lífskraftsverkefnið er.

66°Norður - hefur framleitt skjólfatnað fyrir veðurfar á norðurslóðum í 90 ár og þekkir því vel aðstæður og veðurskilyrði á jökli. Góður skjólfatnaður skiptir höfuðmáli í svona leiðangrum. 66° Norður er aðalbakhjarl Lífskrafts og styður Lífskraftsgöngur Snjódrífa.

Lífskraftur í samstarfi við 66°Norður standa á bak við sölu á bleiku Lífskraftspeysunni. Allur ágóði af sölunni rennur til forvarnarverkefna á vegum Krabbameinsfélagsins. Lífsskraftspeysan verður til sölu á Lífskraftsdeginum. Einnig er hægt að kaupa peysuna á netinu með því að senda póst til lifskraftur2020@gmail.com. Peysan er afhent í verslun 66°Norður að Miðhrauni.

 

Samstarfsaðilar

Everest útivistarverslunin er samstarfsaðili Lífskrafts. Jöklabúnaður Snjódrífanna fæst í Everest.

Skráning

Sendu okkur upplýsingar um þína Lífskraftsgöngu ásamt mynd og segðu okkur þína sögu. lifskraftur2020@gmail.com

stuðningur

Stuðningur þinn skiptir máli - Hægt er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 0133-26-002986 - kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.