Lífskraftsgöngur - Legganga

Legganga á hálendi Íslands til stuðnings konum sem þurfa að takast á við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar!

Þann 7. og 8. október munu rúmlega hundrað konur taka þátt í Lífskraftsstyrktargöngu á hálendinu með Sirrý og Snjódrífunum til stuðnings konum sem þurfa að takast á við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Á laugardeginum verður gengin fyrsta Leggangan á hálendinu um norðurbrúnir Landmannaöskjunnar og uppgöngu á sjálfa Háölduna sem rís um 1150 m yfir sjávarmál og er hæsta fjallið á Landmannalaugasvæðinu. Um er að ræða 16 km göngu með ríflega 1000 metra hækkun um fáfarnar slóðir í litadýrð Landmannalauga sem fær heitið Leggangan með vígsluathöfn í upphafi göngu. Á sunnudeginum verður farið í skógarferð þar sem gengið verður um leynda skógarstíga í Þjórsárdalnum. Markmiðið með söfnuninni er að styðja við konur þannig að þær geti farið í eggheimtu meðferð og fengið sálfræðiaðstoð. Árlega greinast um 80 konur á barneignaraldri með krabbamein hér á landi.

Leiðangursstjóri Lífskraftsgöngunnar er Brynhildur Ólafsdóttir Snjódrífa og leiðangurskona. Aðrar Snjódrífur munu eftir fremsta megni sjá um stuð og pepp! Allur ágóði af ferðinni rennur til Lífskrafts.

Snjódrífur ganga í krafti 130 kvenna Leggöngu á hálendinu til styrktar Lífskrafti. Skráning í gönguna er á FB síðu átaksins https://www.facebook.com/lifskraftur2020

 
 

Minn lífskraftur

Liður í Lífskraftsátakinu er að hvetja fólk um land allt að taka þátt í Lífskraftsgöngu í sinni heimabyggð á meðan Sirrý og ríflega 120 konur taka þátt í Leggöngunni þann 7.okt.

— Við hvetjum fólk að segja okkur frá sínum lífskraftsgöngum á síðunni Minn lífskraftur á Facebook.

 
 
 
8B7965C5-4362-47CF-990B-C9A64E730622_1_105_c.jpeg